Gröfumenn á Ísafirði höfðu í nægu að snúast við að ryðja götur bæjarins í gær, en hæg þykja heimatökin við að setja snjóinn einfaldlega út í sjó.
Hættustig vegna snjóflóðahættu var lýst yfir á Ísafirði og Patreksfirði í gær, og ríkir óvissuástand á Vestfjörðum.
Var rýmingu á Ísafirði aflétt seinni partinn, en varðskipið Freyja var væntanlegt til Vestfjarða í nótt vegna ástandsins, þar sem það verður viðbragðsaðilum til taks.