4 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Snúa aftur til æfinga eftir hópsmit

Skyldulesning

Leikmenn Newcastle fá að mæta aftur til vinnu í dag.

Leikmenn Newcastle fá að mæta aftur til vinnu í dag.

AFP

Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Newcastle snúa aftu til æfinga í dag eftir hlé en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Æfingasvæðið Newcastle var lokað eftir að nokkrir leikmenn félagsins greindust með kórónuveiruna í síðustu viku.

Þá var leik liðsins gegn Aston Villa, sem fara átti fram á föstudaginn síðasta í Birmingham, frestað vegna hópsmitsins.

Leikmenn liðsins fengu æfingaprógram með sér heim og hafa þeir verið í einangrun síðan en liðið á að mæta WBA í Newcastle á laugardaginn kemur.

Vonir standa til þess að leikurinn geti farið fram en þeir leikmenn sem greindust með kórónuveiruna í síðustu viku fá ekki að hefja æfingar með liðinu fyrr en eftir helgi.

Innlendar Fréttir