6 C
Grindavik
2. mars, 2021

Snýr aftur eftir kórónuveirusmit

Skyldulesning

Wilfried Zaha í leik gegn Leeds United í síðasta mánuði.

Wilfried Zaha í leik gegn Leeds United í síðasta mánuði.

AFP

Wilfried Zaha, lykilmaður Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun snúa aftur þegar liðið sækir West Bromwich Albion heim í hádeginu á sunnudag. Zaha greindist með kórónuveiruna fyrir tæpum tveimur vikum og þurfti því að vera í einangrun hluta þess tíma.

Zaha missti af þessum sökum af tveimur leikjum í úrvalsdeildinni. Ljóst er að Palace hefur saknað krafta hans þar sem liðið tapaði báðum þessum leikjum og skoraði ekki mark. Tapaði liðið fyrst 0:1 gegn Burnley og svo 0:2 gegn Newcastle United.

„Hann var mjög svekktur yfir því að missa af þessum leikjum. Hann er búinn að æfa með okkur frá því að hann skilaði neikvæðri niðurstöðu fyrr í vikunni. Hann er í góðu standi og klár í að spila,“ sagði Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Palace, á blaðamannafundi í dag.

Innlendar Fréttir