Sögufrægt varðskip loks í viðgerð

0
145

María Júlía dregin frá Ísafjarðarhöfn. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson

Verið er að undirbúa hið sögufræga skip Maríu Júlíu til þess að fara í viðgerð.

„Í stuttu máli var verið að flytja hana á milli hafnarkanta á Ísafirði og verið að búa hana undir flutning til Akureyrar í slipp í frumviðgerð þar,“ segir Jón Sigurpálsson, talsmaður Hollvinasamtaka Maríu Júlíu, um aðgerðir gærdagsins í samtali við Morgunblaðið. Skipið verður svo dregið til Akureyrar eftir helgi um leið og veður leyfir. Jón segist fagna tímamótunum.

María Júlía var um árabil í þjónustu Landhelgisgæslunnar, eða til ársins 1963. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson

„Þetta er orðið rúmlega 20 ára barátta,“ segir Jón.

Hann segist vona að skipið muni nýtast öllum landsmönnum, hvaða tilgangi sem það muni þjóna eftir að það verði lagað.

„Aðalatriðið er að bjarga þessum menningarverðmætum.“

María Júlía var um árabil í þjónustu Landhelgisgæslunnar, eða til ársins 1963.