10.2 C
Grindavik
24. júní, 2021

Sóknargjöld hækka um 280 milljónir kr.

Skyldulesning

Neskirkja

Neskirkja

mbl.is/Kristinn Magnússon

Samþykkt var á Alþingi í gær, að tillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd, að hækka sóknargjöld frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs.

Meirihluti nefndarinnar lagði til að föst krónutala sóknargjalda myndi hækka í 1.080 krónur á mánuði á næsta ári fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri og var það samþykkt. Gert hafði verið ráð fyrir að krónutalan yrði 980 kr. á hvern einstakling.

Áætlað er að þessi hækkun sóknargjalda auki framlögin til þjóðkirkjusafnaða og skráðra trúfélaga um 280 milljónir króna á næsta ári umfram það sem gert hafði verið ráð fyrir í upphaflegu fjárlagafrumvarpi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir