2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Sóknarmenn Liverpool hefðu klárað þennan leik

Skyldulesning

Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United telur Liverpool alveg jafn líklegt til árangurs og Manchester City í baráttunni um enska meistaratitilinn í knattspyrnu.

City missteig sig í gærkvöldi þegar liðinu mistókst að vinna Crystal Palace. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Palace vann fyrri leik liðanna og náði því í fjögur stig geng Englandsmeisturunum á þessu tímabili.

„Liverpool er hættulegt lið. Þeir eiga þessa fimm frábæru sóknarmenn og fara inn í síðustu leikina vitandi það að þeir geta unnið mjög marga leiki,“ sagði Neville en hann er væntanlega að tala um Mo Salah, Sadio Mané, Diogo Jota, Luis Díaz og Roberto Firmino.

„Sóknarlína Liverpool gæti gert gæfumuninn í titilbaráttunni. Hún hefði komið liðinu yfir línuna í þessum leik og klárað hann. City hefur ekki þann lúxus. Phil Foden er miðjumaður en hann spilar fremstur, Jack Grealish getur spilað á miðjunni, hann er á vinstri vængnum. City er með frábæra knattspyrnumenn í sínu liði en þeir gætu verið betri fyrir framan markið.“

City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 70 stig, fjórum stigum meira en Liverpool sem á leik til góða.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir