8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Solaris hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar

Skyldulesning

Í dag hlutu hjálparsamtökin Solaris Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar, fyrir að vera öflugur málsvari í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, bæði einstaklinga og barnafjölskyldna. Samtökin hafa stuðlað að mikilvægri vitundarvakningu um stöðu þessa viðkvæma hóps með eftirtektarverðum árangri.

Verðlaunin voru veitt á opnum fjarfundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs á alþjóðlegum degi mannréttinda í dag 10. desember 2020. Yfirskrift fundarins var Mannréttindi á tímum Covid19 og voru flutt erindi um heimilisofbeldi og geðheilsu barna og ungmenna.

Á fundinum voru einnig afhend nokkur hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, en þau hlutu

Brúarsmiðir – Miðja máls og læsis

Starf brúarsmiða er ómetanlegt í að byggja brú milli menningarheima og styðja við foreldra af erlendum uppruna. Störf þeirra auka jafnræði og vinna markvisst gegn jaðarsetningu og mismunun.

Tæknilæsi fyrir fullorðna

Nýsköpunarverkefni sem hefur stuðlað að mannréttindum eldra fólks með því að auka rafrænt aðgengi þeirra að samfélaginu. Verkefnið spornar gegn einangrun og einmanaleika og stuðlar að auknu sjálfstæði og valdeflingu einstaklingsins.

Vettvangs- og ráðgjafarteymi (VoR)

Fyrir að aðstoða heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir og veita einstaklingsmiðaða aðstoð, stuðning og ráðgjöf auk þess að miðla upplýsingum um þá þjónustu sem er í boði. Teymið starfar m.a. með fólki í gistiskýli, Konukoti, smáhýsum og í íbúðum um hugmyndafræði Húsnæði fyrst.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir