8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Solskjær: Besta frammistaða sem ég hef séð hjá okkur gegn Man City

Skyldulesning


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var hæstánægður með markalaust jafntefli gegn erkifjendunum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þetta er besta frammistaðan sem við höfum sýnt gegn Man City síðan ég tók við. Ekki bestu úrslitin en klárlega besta frammistaðan,“ sagði Ole Gunnar í leikslok en Man Utd hefur haft ágætis tak á nágrönnum sínum undir stjórn Norðmannsins.

„Þetta var jafn leikur. Ég veit að við unnum þá í fyrra en það voru öðruvísi leikir. Þetta eru tvö góð lið. Við vissum að þeir myndu valda okkur einhverjum vandræðum en varnarlega vorum við stórkostlegir,“ segir Ole Gunnar.

„Ég er mjög ánægður með varnarleikinn. Við sköpuðum ekki nógu mikið þegar við höfðum boltann.“

„Þeir ættu líka að vera ánægðir með jafnteflið,“ segir Solskjær.

Innlendar Fréttir