8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Solskjær með jákvæð tíðindi á fréttamannafundi

Skyldulesning

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United flutti jákvæðar fréttir af leikmönnum félagsins sem eru að snúa til baka eftir meiðsli.

Solskjær segir að Anthony Martial framherji félagsins sé heill heilsu og geti spilað um helgina, líkur eru á að Edinson Cavani nái einnig leiknum.

United tekur á móti grönnum sínum í Manchester City á Old Trafford á morgun, liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni.

„Við vorum svekktir á þriðjudaginn, það er eðllilegt. Við vildum ólmir fara áfram,“ sagði Solskjær en liðið féll úr leik í Meistaradeildinni gegn RB Leipzig í vikunni.

„Anthony verður klárlega með, Edinson Cavani er úti á grasi en við tökum ákvörðun með hann síðar.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir