8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Solskjær með þessa þrjá miðverði á lista sínum

Skyldulesning

Manchester United er farið að fylgjast náið með Ben White miðverði Brighton og skoðar félagið að kaupa hann á næstunni.

Manchester Evening News fjallar um málið og segir að Ole Gunnar Solskjær vilji fá inn miðvörð í janúar eða næsta sumar.

Staðarblaðið í Manchester segir að Dayot Upamecano varnarmaður RB Leipzig og Raphael Varane séu einnig á lista Solskjær.

Solskjær leitar að framtíðar miðverði með Harry Maguire en Victor Lindelöf hefur staðið við hlið hans.

White er 23 ára gamall og er að spila sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni, hann heillaði marga á síðustu leiktíð þegar hann var á láni hjá Leeds.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir