2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Sólveig Anna losar sig við Agnieszku

Skyldulesning

Þær Agnieszka Ewa Ziól­kowska, varaformaður Eflingar, og Sólveig Anna Jónsdóttir, …

Þær Agnieszka Ewa Ziól­kowska, varaformaður Eflingar, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa ekki verið sammála um hvernig reka eigi stéttarfélagið. Samsett mynd

Stéttarfélagið Efling hefur nú auglýst eftir fólki í nýjar stöður innan félagsins eftir að starfsmenn skrifstofunnar fengu uppsagnarbréf afhent í vikunni. 

Athygli vekur að nýjar hæfniskröfur, á borð við íslenskukunnáttu, gera mörgum erfitt að sækja um áframhaldandi starf. Þá er einnig búið að leggja niður ýmsar stöður, þar á meðal starf varaformanns, sem Agnieszka Ewa Ziól­kowska sinnir.

Fyrr í vikunni sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að starfsfólk væri hvatt til þess að sækja aftur um stöður innan félagsins.

Af þessu að dæma er þó útlit fyrir að hún sé að losa sig við varaformanninn.

Verði ekki auglýst síðar

Agnieszka Ewa gegnir enn embætti varaformanns sem hún var kjörin í af félagsmönnum. Starfi hennar á skrifstofu Eflingar var sagt lausu í vikunni og hefur ekki verið auglýst aftur. 

Agnieszka segir í samtali við mbl.is augljóst að Sólveig vilji ein stjórna á skrifstofunni.

Þá telur hún ekki líklegt að Sólveig muni auglýsa starfið laust á meðan hún gegni embætti varaformanns, þar sem hún hafi verið óhrædd við að gagnrýna Sólveigu og það hafi ekki fallið vel í kramið hjá formanninum.

Efling - kosning til formanns eflingar 2022 - Efling stéttarfélag …

Efling – kosning til formanns eflingar 2022 – Efling stéttarfélag – Ólöf Helga Adolfsdóttir Samsett mynd/mbl.is

Erlend tungumál mikilvæg

„Þetta eru breytingar sem að ég kannski bjóst ekki við. Þær eru meiri en ég bjóst við,“ segir Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar og fyrrverandi varaformaður félagsins, í samtali við mbl.is.

Mörg starfanna sem auglýst voru í dag krefjast góðrar færni í íslensku. Ólöf Helga telur mikilvægt að halda í þá starfsmenn sem tala önnur tungumál en íslensku.

„Íslenskukunnátta starfsfólk er ólík. Hin ótrúlega breiða tungumálakunnátta sem að starfsfólkið okkar býr yfir hefur skilað sér vel. Því finnst mér skrítið að krefjast mikillar íslenskukunnáttu. Það er ekkert mál að finna einhvern á skrifstofu Eflingar sem að talar íslensku – önnur tungumál er kannski erfiðar að finna.“ 

Ekki náðist í Sólveigu Önnu Jónsóttur, formann Eflingar, við vinnslu fréttarinnar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir