-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Sömu kröfur gerðar á sau­tján ára Jamal eins og alla aðra leik­menn Bayern

Skyldulesning

Jamal Musiala skoraði eitt mark Bayern í 3-3 jafnteflinu gegn Leipzig í gær.

Það eru sömu kröfur gerðar á sautján ára gamlan Jamal Musiala eins og alla aðra leikmenn liðsins. Þetta sagði Thomas Muller eftir leikinn í gær.

Hinn sautján ára gamli Jamal spilaði með Bayern í gær er liðið gerði 3-3 jafntefli við Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Hann skoraði fyrsta mark Bayern.

„Þegar einn sautján ára kemur inn á völlinn þá eru kröfurnar á hann, sem er svo hæfileikaríkur, eins og á alla aðra leikmenn,“ sagði Muller.

„Jamal átti mörg góð augnablik gegn Leipzig en í nokkrum stöðum gat maður séð að honum vantaði reynslu. Það er hægt að vinna með það en ég er mjög ánægður með hann,“ sagði Muller.

Musiala hefur skorað þrjú mörk í sjö leikjum Bayern í þýsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Innlendar Fréttir