6.3 C
Grindavik
4. október, 2022

Sonur Ronaldo grátbiður hann um að gefast ekki upp strax

Skyldulesning

Cristiano Ronaldo JR hefur farið fram á það við föður sinn að hann haldi áfram að spila næstu árin, draumur hans er að spila með pabba gamla.

Feðgarnir leika báðir með Manchester United en sá yngri er sagður gríðarlegt efni..

Ronaldo sem er 37 ára gamall ætlar að spila í nokkur ár til viðbótar en hann gekk aftur í raðir Manchester United síðasta sumar.

„Sonur minn segir mér að halda áfram í nokkur ár því hann ætli að spila með mér,“ segir sá eldri sem hefur talað um að spila fram yfir fertugt.

Sonurinn er aðeins 11 ára gamall og því þarf Ronaldo eldri eflaust að spila í fimm til sex ár svo að einhver séns sé á því að þeir spili saman.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir