9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Sósíalismi, landsbyggðin og Vísir hf.

Skyldulesning

Fyrir átta árum, 2014, hætti Vísir hf. fisk­vinnslu á Húsa­vík, Þing­eyri og Djúpa­vogi. Starfsemin var flutt til Grindavíkur.

Fréttaknippa mbl.is sýnir töluverða umræðu fyrir átta árum. Einkum höfðu menn áhyggjur af byggðaröskun fámennra sjávarbyggða. Öflugum fyrirtækjum á landsbyggðinni hefur fækkað og það dregur máttinn úr plássunum.

Núna, árið 2022, kaupir Síldarvinnslan í Neskaupstað Vísi. Síldarvinnslan var einu sinni útgerð austfirskra sósíalista. Samvinnufélag útgerðamanna stofnaði fyrirtækið 1957 með aðild bæjarfélagsins, sem kallað var Litla Moskva.

Útgerðin var stofnuð sem almenningshlutafélag til að efla rekstur í heimabyggð. Í dag er Síldarvinnslan eina hlutafélagið í Kauphöllinni með höfuðstöðvar á landsbyggðinni.

Hér áður, þegar sósíalistar stóðu vaktina með launafólki, hefðu þeir eflaust fagnað eflingu Síldarvinnslunnar, ekki síst landsbyggðasósíalistar. 

Arftakar sósíalista kallast í dag vinstrimenn. Þeir sjá ofsjónum yfir fáeinum krónum er rata í buddu tveggja grunn- og leikskólakennara í Grindavík og systkina þeirra, afrakstur vinnu tveggja kynslóða í útgerð og vinnslu.

Vinstrimenn samtímans gleyma tveim aðalatriðum. Það er hægt að komast í álnir á Íslandi, með vinnu og eljusemi, annars vegar og hins vegar að landsbyggðin þarf á öllu sínu að halda andspænis valdasamþjöppun á SV-horninu.

Vinstrimenn skilja hvorki atvinnustarfsemi né uppsprettu velmegunar. Dæmigerður vinstrimaður situr á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur og pælir í hvernig best sé að eyða skattfé vinnandi fólks. 


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir