Innlent
| mbl
| 16.12.2020
| 5:51
Mynd úr safni.
Tvær tilkynningar bárust til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um brot á sóttvarnareglum á veitingastöðum í gærkvöldi. Staðirnir eru báðir í miðborginni. Lögregla kom á fyrri staðinn á ellefta tímanum og ritaði skýrslu. Enginn var á hinum veitingastaðnum þegar lögregla kom þangað á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Líkt og ítrekað hefur komið fram er veitingastöðum gert að loka klukkan 23 og aðeins 15 mega vera í hverju sóttvarnahólfi.