6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Sóttvarnayfirvöld gæti orða sinna

Skyldulesning

Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar.

Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar.

Haraldur Jónasson/Hari

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segir að um 10% færri viðskiptavinir hafi verið í Kringlunni en venja er í klukkustundirnar eftir að frétt af því að smit hafi komið upp í Kringlunni birtist. Eins og fram hefur komið reyndist fréttin ekki rétt heldur kom smitið upp í skrifstofuhúsnæði sem er nærri verslunarmiðstöðinni. 

„Þetta hefði getað haft veruleg áhrif ef þetta hefði ekki verið tekið til baka af yfirvöldum,“ segir Sigurjón en fram kom á fundi almannavarna í gær að smit hefði komið upp í verslunarmiðstöð. Birtist frétt um að Kringlan hafi verið umrædd verslunarmiðstöð en það reyndist ekki rétt. „Við erum algjörlega á tánum varðandi sóttvarnir og á meðan við gerum það að þá finnst okkur mikilvægt að sóttvarnayfirvöld gæti orða sinna,“ segir Sigurjón.

Hann bendir á að hingað til hafi ekki verið sýnt fram á að upptök smita megi rekja til verslunar. „Það hefur ekki verið sýnt fram á það að smit hafi komið upp í verslun eða verslunarkjörnum,“ segir Sigurjón. 

„Aðsóknin í dag fer vel í af stað og það er ekki annað að sjá en að fólk vandi sig í hvívetna varðandi eigin sóttvarnir og gagnvart hvort öðru.“ 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir