8 C
Grindavik
27. febrúar, 2021

Southampton í 5. sæti

Skyldulesning

Danny Ings skorar sigurmarkið í kvöld.

Danny Ings skorar sigurmarkið í kvöld.

AFP

Southampton er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir góðan 2:1 útisigur á Brighton í kvöld. 

Southampton er með 20 stig en var fyrir leikinn með 17 stig rétt eins og West Ham, Everton og Wolves. Brighton er í 16. sæti með 10 stig. 

Ekki dugði Brighton að skora fyrsta mark leiksins í kvöld en það gerði Pascal Gross úr vítaspyrnu á 26. mínútu. Jannik Vestergaard náði að jafna fyrir hlé. 

Önnur vítaspyrna var dæmd á 81. mínútu, eftir myndbandsúrskurð, og úr henni skoraði Danny Ings sigurmark Southampton. 

Innlendar Fréttir