Southampton svo gott sem fallið eftir tap gegn Nottingham – DV

0
122

Taiwo Awoniyi skoraði tvö mörk fyrir Nottingham Forest þegar liðið vann afar mikilvægan sigur í fallbarátunni í kvöld. Southampton er hins vegar svo gott sem fallið eftir tapið.

Southampton er átta stigum frá öruggu sæti í ensku úrvalsdeildinni þegar aðeins níu stig eru í pottinum.

Taiwo Awoniyi skoraði fyrstu tvö mörk leiksins áður en Carlos Alcaraz lagaði stöðuna fyrir gestina.

Morgan Gibbs-White kom Nottingham svo í 3-1 með marki af vítapunktinum. Spennan var mikil og Lyanco minnkaði muninn fyrir gestina.

Það var svo Danilo sem skoraði fjórða mark Nottingham í leiknum og tryggði sigurinn fyrir heimamenn. Gestirnir fengu vítaspyrnu í uppbótartíma, James Ward-Prowse skoraði og þar við sat. 4-3 sigur heimamanna staðreynd.

Sigurinn kemur Nottingham úr fallsæti og er liðið þremur stigum fyrir ofan Leeds og Leicester sem sitja í fallsætum.

Enski boltinn á 433 er í boði