8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Southampton upp í þriðja sæti

Skyldulesning

Íþróttir
|
Enski boltinn

| mbl
| 13.12.2020
| 14:07

Southampton vann öruggan sigur á Sheffield United.

Southampton vann öruggan sigur á Sheffield United.

AFP

Southampton er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir öruggan 3:0-sigur á botnliði Sheffield United á heimavelli í fyrsta leik dagsins.

Che Adams skoraði fyrsta markið á 34. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Stuart Armstrong bætti við marki á 62. mínútu og Nathan Redmond gulltryggði 3:0-sigur með marki á 83. mínútu.

Southampton fór upp fyrir Chelsea með sigrinum og er liðið með 23 stig, einu stigi minna en Tottenham og Liverpool sem eru í tveimur efstu sætunum. Eiga þau eiga bæði leik til góða. Sheffield United er á botninum með aðeins eitt stig. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir