HM í knattspyrnu fer fram í Katar undir lok þessa árs. Margir eru ósáttir við að mótið sé haldið þar og má reglulega sjá fréttir um mannréttindabrot. Þar má nefna hræðilega meðferð á fólki sem vinnur við að gera fótboltavellina tilbúna fyrir HM og hefur þetta vakið mikla gagnrýni.
Southgate hefur eins og gefur að skilja miklar áhyggjur af stöðunni í Katar, sérstaklega mannréttindum kvenna og samkynhneigðra.
„Ég hef áhyggjur af stöðunni þar sem það eru ýmis mál sem ógna Englendingum. Þá sérstaklega hvað varðar kvenréttindi og réttindi einstaklinga í LGBTQ+ samfélaginu.“
„Því miður eru einstaklingar innan þessara hópa sem þora ekki að fara og það er mikil skömm að því að Katar taki ekki betur á móti þeim.“
„Það yrði hræðilegt ef stuðningsmenn okkar geti ekki komið og stutt liðið vegna þess að þeir eru hræddir um eigið öryggi.“