1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Southgate: Spiluðum vel gegn erfiðum andstæðingi

Skyldulesning

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var ánægður með sína menn eftir sigurinn á Íslandi, 4-0, í Þjóðadeildinni í kvöld.

„Þetta er aldrei auðvelt gegn Íslandi. Við spiluðum vel gegn erfiðu andstæðingi,“ sagði Southgate í samtali við Henry Birgi Gunnarsson eftir leikinn. 

Southgate stillti upp nokkuð sókndjörfu og skemmtilegu liði í kvöld.

„Við vorum með mjög skapandi leikmenn á vellinum, héldum boltanum vel og sköpuðum betri færi en búast mátti við.“

England vann fyrri leikinn gegn Íslandi naumlega, 0-1, en spilaði mun betur í leiknum í kvöld.

„Í fyrri leiknum vorum við enn á undirbúningstímabili og höfðum ekki spilað lengi saman. Við höfum bætt okkur mikið en getum enn spilað betur,“ sagði Southgate.

England endaði í 3. sæti riðils 2 í Þjóðadeildinni. Southgate er bærilega sáttur með frammistöðu enska liðsins í keppninni.

„Þetta er beggja blands. Höfum átt mjög góða leiki og okkar bestu frammistöður komu raunar í leikjum sem við töpuðum,“ sagði Southgate. „Við höfum tekið skref fram á við þótt úrslitin hafi ekki alltaf sýnt það.“


Tengdar fréttir


Kári Árnason, fyrirliði Íslands á Wembley í kvöld í 4-0 tapinu gegn Englandi, segir að það sé ljóst að þetta hafi verið hans síðasti landsleikur.


Hannes Þór Halldórsson átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum eftir leikinn gegn Englandi í kvöld.


Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik í kvöld er Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley.


Vísir er búinn að fara yfir frammistöðu íslensku strákanna á Wembley í kvöld.


Ísland tapaði 4-0 gegn Englandi á Wembley í síðasta leik riðlakeppni Þjóðadeildarinnar í kvöld. Hér má sjá það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð.


Ísland hefur komið mikið við sögu á stuttum landsliðsferli Phil Foden.


Blaðamannafundi Íslands og Englands eftir leikinn á Wembley í kvöld má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.


Hannes Þór Halldórsson skrifaði sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar hann kom inn á í hálfleik á Wembley í kvöld.


Íslenska landsliðið byrjar ekki vel á móti enska landsliðinu á Wembley.


Freyr Alexandersson, afmælisbarn dagsins, ræddi um landsleik kvöldsins í samtali við Henry Birgi Gunnarsson.


Erik Hamrén, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt hvaða ellefu leikmenn munu byrja hans síðasta leik sem landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.


Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi A-deild Þjóðadeildarinnar og Erik Hamrén landsliðsþjálfara með 4-0 tapi gegn Englandi á Wembley í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir