2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Spá tveggja stafa verðbólgu

Skyldulesning

Verðbólga mun aukast mikið og komast í tveggja stafa tölu á þessu ári, spáir Þórður Gunnarsson hagfræðingur. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður ráðherra, óttast að hann hafi rétt fyrir sér um það. „Því miður, það mun veikja okkur mjög. Það mun gera stöðu ríkisfjármála og efnahagslífið útsett fyrir verðbólgu er ekkert gamanmál.“

Þeir benda á að verðbólga sé nú þegar mun hærri en verið hafi um langan aldur og fátt bendi til þess að hún sé í rénun, öðru nær. Stríðið í Úkraínu hafi margvísleg áhrif um heim allan, sem m.a. séu mjög til þess að kynda undir verðbólgu, sem bætist við uppsafnaðan vanda í peningamálum allt frá fjármálakreppu, að ógleymdum ráðstöfunum gegn kórónuveirunni.

Þetta kemur fram í viðtali við þá í Dagmálum, þar sem afleiðingar árásar Rússa í Úkraínu fyrir Íslendinga voru brotnar til mergjar. Dagmál eru streymi Morgunblaðsins, opið öllum áskrifendum, en horfa má á þáttinn allan með því að smella hér

Teitur bendir á að árás Rússa á Úkraínu hafi leitt fram með óyggjandi hætti að aðgengi og nýting auðlinda sé þjóðaröryggismál, sem verði að gefa gaum. Aukin orkuöflun og orkuskipti séu því rækilega komin á dagskrá. Teitur segir að mögulega þurfi að spýta í lófana varðandi raforkuöryggi til þess að tryggja matvælaöryggi í landinu og nefnir að hugmyndir um áburðarverksmiðju séu ekki lengur aðhlátursefni eins og var fyrir nokkrum árum.

Þrátt fyrir að lýsa nokkrum áhyggjum af efnahagsástandi á næstu misserum og jafnvel árum, benda þeir á að fyrir Íslendinga glitti í ýmsar vonartírur. Landið sé orkuríkt, aflögu fært í matvælaframleiðslu og góðar vonir um að ferðaþjónustan rétti úr kútnum þrátt fyrir óvissuástand í heiminum. Hins vegar sé full ástæða til þess að hafa ríkar áhyggjur af minnkandi framleiðslu á matvælum og fóðri, sem auk verðhækkana geti leitt af sér hungursneyð í fátækustu löndum heims.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir