Spænska lögreglan komst í feitt – Afkastamikil fíkniefnaverksmiðja – DV

0
98

Spænska lögreglan komst nýlega í feitt þegar hún fann stærstu kókaínverksmiðju Evrópu. Hún var staðsett í Ponevedra í norðvesturhluta landsins. Lögreglan boðaði til fréttamannafundar í síðustu viku og skýrði frá málinu að sögn Bild.

Á fundinum kom fram að lögreglan hefði lagt hald á 1,3 tonn af óunnu kókaíni og 151 kíló af íblöndunarefnum.

Yfirmaður spænsku fíkniefnalögreglunnar sagði að aldrei fyrr hafi svo mikið magn af óunnu kókaíni fundist í Evrópu.

Það eru eiturlyfjahringir í Mexíkó og Kólumbíu sem stýrðu verksmiðjunni.

Lögreglan gerði einnig húsleit á 14 stöðum í fjórum héruðum landsins. 18 voru handteknir í þeim aðgerðum, margir þeirra eru frá Suður-Ameríku.

Lögreglan undirbjó aðgerðirnar mánuðum saman en lét síðan til skara skríða nýlega.