Toppslag Barcelona og Sevilla í spænsku úrvalsdeild karla var að ljúka rétt í þessu. Leikið var á Nývangi.
Real Madrid er með þokkalega öruggt forskot á toppnum en Barcelona hafa verið að gera það gott undir stjórn Xavi að undanförnu og unnið átta af síðustu níu deildarleikjum sínum.
Jafnt var með liðunum í fyrri hálfleik en það var hinn gríðarlega efnilegi Pedri sem skoraði eina mark leiksins og sigurmark Barcelona á 72. mínútu eftir stoðsendingu Ousmane Dembele.
Barcelona fer upp í annað sætið á markamun með sigrinum í kvöld en liðin í 2-4. sæti eru öll með 57 stig, 12 stigum á eftir Real Madrid.