Karim Benzema skorar reglulega. Mynd/Getty
Real Madrid sótti Mallorca heim í spænsku úrvalsdeild karla í kvöld.
Markalaust var í hálfleik en Vinicius Junior kom gestunum yfir á 55. mínútu eftir stoðsendingu frá Karim Benzema. Madrídingar fengu dæmda vítaspyrnu rúmlega 20 mínútum síðar.
Hinn sjóðheiti Benzema fór á vítapunktinn og skoraði. Frakkinn bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Real í leiknum á 82. mínútu og þar við sat, lokatölur 3-0.
Sigurinn setur Real Madrid í vænlega stöðu á toppi deildarinnar en liðið er með 66 stig, 10 stigum á undan Sevilla í öðru sæti þegar 10 umferðir eru eftir.