5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Spagettí og kjötbollur – skothelt ofan í flesta smjattpatta

Skyldulesning

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er þúsundþjaladrottning. Svo virðist sem hún geti allt. Leikið, sungið, skrifað bækur og blöð og ræktað grænsprettur á snjallbýli. Nýjasta viðbótin er svo kjötbollur sem hún þróaði með Norðlenska og stefnan er sett á að bæta vegan vörum í úrvalið. Að sjálfsögðu lumar hún á frábærum kjötbolluuppskriftum sem hún góðfúslega deilir með lesendum.

________

Krakkaklassík

Börnum finnst yfirleitt það einfalda best og því eru spagettí og kjötbollur skothelt ofan í flesta smjattpatta. Ég nota oftast glútenlaust pasta til að koma til móts við óþols- og ketófólkið og finnst það reyndar alveg jafngott og venjulegt hveitipasta. Basilíkubollurnar eru upplagðar í einfalda hversdagsmáltíð fyrir 3-4.

Basilíkubollur, einn pakki


ferskar basilsprettur eða fersk fullvaxin basilíka hakkaðir tómatar í dós


2 hvítlauksrif


1/2 gulur laukur, smátt skorinn


1 tsk. gróft salt


svartur, mulinn pipar að vild

Brúnið bollurnar á pönnu í góðri ólífuolíu. Skóflið þeim á disk og látið bíða. Bætið ofurlitlu af ólífuolíu á pönnuna og látið smátt skorinn lauk og hvítlauk svitna á pönnunni og hellið tómötum úr dós yfir. Skellið fersku basilíkunni yfir og látið malla stutta stund. Sleppið bollunum til sunds í sósunni og saltið og piprið. Bollurnar fá svo að eldast í gegn í sósunni á vægum hita á meðan pastað sýður. Berið fram með rifnum parmesanosti og dreypið góðri ólífuolíu yfir herlegheitin áður en þið rífið þetta í ykkur

Steinunn Ólína

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir