Spánn: Barcelona og Real skoruðu fjögur – Stórkostlegur Benzema – DV

0
56

Stórlið Barcelona og Real Madrid voru heldur betur á skotskónum í dag í spænsku úrvalsdeildinni.

Barcelona valtaði yfir lið Real Betis með fjórum mörkum gegn engu en þrjú af þeim komu í fyrri hálfleik.

Fyrr í dag var Real Madrid í miklu stuði gegn Barcelona og fagnaði öruggum 4-2 heimasigri.

Karim Benzema var í miklu stuði en hann skoraði þrennu í fyrri hálfleik í sigrinum.

Barcelona 4 – 0 Real Betis
1-0 Andreas Christensen(’14)
2-0 Robert Lewandowski(’36)
3-0 Raphinha(’39)
4-0 Guido Rodriguez(’83)

Real Madrid 4 – 2 Almeria
1-0 Karim Benzema(‘5)
2-0 Karim Benzema(’17)
3-0 Karim Benzema(’43, víti)
3-1 Lazaro Marques(’45)
4-1 Rodrygo(’47 )
4-2 Lucas Robertone(’61)