2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Spáum ekki í mögulega fernu Liverpool

Skyldulesning

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United.

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United. AFP/Anthony Devlin

Harry Maguire, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Manchester United segir leikmenn liðsins ekkert vera að spá í að skemma fyrir Liverpool í aðdraganda leiks liðanna annað kvöld.

Liverpool-liðið er að eiga magnað tímabil og gæti það farið svo að liðið endi á að vinna fernuna. Maguire segir það ekki skipta máli fyrir leikinn.

„Ég held að það hafi engin áhrif á okkur. Við ætlum okkur bara á Anfield, spila leikinn, vinna hann og ná í þrjú stig. Stuðningsmennirnir okkar hafa verið frábærir og það væri gott fyrir okkur að geta endurgreitt þeim með þremur stigum í þessum leik.“

Liverpool vann fyrri leik liðanna á Old Trafford 5:0.

„Það var mikill lágpunktur, lægsti punktur tímabilsins og líklega lægsti punktur ferilsins hjá mér allavega. Við hlökkum til leiksins, við vitum að við þurfum að eiga okkar besta leik til að ná í stig og við undirbúum okkur fyrir það.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir