8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Spilaði og æfði með höfuðverk í níu mánuði eftir heilahristing

Skyldulesning

Jan Vertonghen, fyrrum leikmaður Tottenham, fékk heilahristing í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Ajax á síðasta ári. Eftir heilahristinginn glímdi Vertonghen við afleiðingarnar á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik í níu mánuði eftir leikinn.

Vertonghen hélt áfram að æfa og spila til að auka möguleikana sína á að fá nýjan samning hjá Tottenham. The Daily Mail segir frá.

Eftir höfuðhöggið fékk Vertonghen aðhlynningu á vellinum og hélt svo leik áfram. Honum var skipt út af síðar í leiknum.

„Ég hefði ekki átt að halda leik áfram. Þetta hafði áhrif á mig í níu mánuði. Þess vegna gat ég ekki skilað því sem ég vildi inn á völlinn.“

Vertonghen segir að hann hafi ekki vitað hvað hann ætti að gera. „Þetta var í leik eftir leik og æfingu eftir æfingu. Svo kom útgöngubannið og ég gat hvílt mig í tvo mánuði. Eftir það varð ég miklu betri.“

Fyrr í vikunni bárust fréttir þess efnis að lið í ensku deildinni mega nota eina skiptingu í hverjum leik í tengslum við heilahristing á síðari hluta tímabilsins.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir