7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Spítalinn opnar samskiptamiðstöð vegna verkfalls

Skyldulesning

Sálmarnir.

???

Föstudagsgrín

Dagur Jarðar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO.

Árni Sæberg

Landspítalinn hefur opnað samskiptamiðstöð fyrir fjarheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Er spítalinn með þessu að bregðast við ef þyrluþjónusta Landhelgisgæslunnar skerðist á næstunni. Þetta segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. 

Jón Magnús stýrir miðstöðinni, en hún er mönnuð sérfræðilæknum bráðadeildar og þyrlulæknum. Þá er hún vel búin tækjabúnaði fyrir fjarheilbrigðisþjónustu með lifandi myndsamskiptum í háskerpu og öflugu gagnasambandi. 

Að sögn Jóns er heilbrigðisstarfsmönnum utan höfuðborgarsvæðisins leitað aðstoðar miðstöðvarinnar. 

„Við viljum veita þeim aukinn stuðning þegar þyrla er ekki til staðar. Við höfum sömuleiðis tekið í notkun bifreið þannig að þyrlulæknir geti farið til móts við sjúkrabíla. Við erum því með tvennu móti að koma til móts við ástandið sem nú er uppi,“ segir Jón. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir