7 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Sprenghlægilegt myndband vekur mikla athygli – „Ég get ekki hætt að hlæja“

Skyldulesning

Ganverski sjónvarpsmaðurinn Akwasi Boadi, sem einnig er þekktur sem Akrobeto, hefur vakið mikla athygli um allan  heim fyrir upplestur sinn á úrslitum í knattspyrnu.

Þessi 58 ára gamli sjónvarpsmaður les upp úrslitin af mikilli innlifun og svo virðist vera sem hann tali hærra og hærra eftir því sem líður á upplesturinn. Þá á hann einnig í erfiðleikum með að bera nöfn sumra liða fram en það þykir mörgum vera afskaplega fyndið.

„Ég get ekki hætt að hlæja, ég er með tárin í augunum,“ sagði einn nýr aðdáandi Boadi á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að hafa séð hann lesa úrslitin.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd sem fólk hefur deilt af Boadi á  Twitter:

This Ghanaian news presenter reading the football results is incredible pic.twitter.com/MjCH7Syw0b

— Taffin (@i124nk8) November 17, 2020

This Ghanaian news presenter reading the football results is incredible pic.twitter.com/MjCH7Syw0b

— Taffin (@i124nk8) November 17, 2020

Innlendar Fréttir