5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Sprungin vatnslögn og gosbrunnur í miðbænum – Viðgerðarsveit á leiðinni

Skyldulesning

Vegfarendur um miðbæ Reykjavíkur ráku vafalítið upp stór augu þegar vatnslögn virðist hafa brostið neðanjarðar á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu í miðbænum nú í morgun. Talsvert svell hafði þegar tekið að myndast í kringum lekann eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hér að neðan.

DV hafði samband við Veitur sem sögðust vera meðvituð um bilunina og að viðgerðarsveit væri á leiðinni.

Tveggja stiga frost er í miðbænum um þessar mundir og frost í jörðu en búast má við að hlýni með deginum.

mynd/aðsend

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir