7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Spurði hvort borgin ætti að stofna matvöruverslun

Skyldulesning

Dóra Björt og Eyþór, hér sitt hvorum megin við borgarstjóra, …

Dóra Björt og Eyþór, hér sitt hvorum megin við borgarstjóra, tókust á í dag um rekstur borgarinnar.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst mikilvægt að við sem sitjum hér í borgarstjórn Reykjavíkur göngum eingöngu erinda íbúa borgarinnar, til að tryggja almannahag, og að allar ákvarðanir sem við tökum um Gagnaveitu Reykjavíkur eða um önnur mál séu ekki eingöngu viðbragð við kröfu einkaaðila sem svo oft banka á dyrnar hjá okkur öllum í þessum máli sem og öðrum.“

Þetta sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn á fundi borgarstjórnar í dag. Vísaði hún þar til tillagna borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og Malbikunarstöðina Höfða.

„Munum hver okkar okkar leiðarvísir á að vera – almannahagur borgarbúa, ekki sérhagsmunir,“ sagði Dóra Björt.

„Svo að samkeppni, því það er mikilvægt að samkeppni á markaði milli þjónustuaðila sé virk og öflug og núverandi fyrirkomulag á rekstri þessara innviða er líklega hið besta til að tryggja virka og fjölbreytta samkeppni.

Mér finnst forvitnilegt að heyra Sjálfstæðisflokkinn tala gegn samkeppni en eins og við vitum, og ég hef nefnt með Sjálfstæðisflokkinn, þá eru hugsjónirnar alltaf falar fyrir rétt verð.“

Ekki rétt að borgin geri betur í þessum málum?

Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, óskaði eftir að veita andsvar.

Benti hann á að Dóra teldi að borgin ætti að stunda samkeppni.

„Að borgin eigi að tryggja samkeppni með því að vera í malbikunarstöð, í rekstri malbikunarstöðvar í samkeppni við aðra. Það er gott að vita það að Píratar standi fyrir því, að stærsta sveitarfélagið, sem að glímir núna við skuldavanda og þarf að taka 52 milljarða að láni á næsta ári, á að stunda samkeppnisrekstur í malbikun og fjarskiptum,“ sagði Eyþór.

„Þetta telur hún svo sjálfsagt að hún telur annað vera sérhagsmuni,“ bætti hann við.

„Þá spyr maður sig, og því spyr ég oddvita Pírata, er þá ekki rétt að borgin geri betur í þessum málum að mati Pírata? Er þá ekki rétt að borgin fari að fjárfesta, ekki bara í malbikunarstöð heldur steypustöð, til dæmis. Eða einhverju öðru eins og til dæmis matvælaverslun, til að tryggja þá meiri samkeppni.“

Sagðist hann vilja fá skýrt svar, já eða nei, hvort Dóra teldi það þá ekki gott að „borgin fari í það að efla samkeppni með því að koma með matvælaverslun annars vegar og steypustöð hins vegar“.

Vildi fá svar um önnur samkeppnistækifæri

„Svo er svona opið svar,“ bætti hann við.

„Kannski ef borgarfulltrúinn gæti upplýst hvaða atvinnurekstur annan borgin gæti farið í samkeppni við aðila? Það væri bara opið svar, hvort það væri að stofna til dæmis tryggingafélag eða eitthvað annað. Það væri bara gott að fá það upplýst á þessum fundi því þetta er grundvallaratriði.

Borgin á að sinna leikskólum, grunnskólum, velferðarþjónustu og hún á að sinna skipulagi og umgjörð. Það er mitt mat og flestra, en ég myndi gjarnan vilja fá svör frá Píratanum um þessi önnur samkeppnistækifæri.“

Dóra Björt óskaði þá ekki eftir að veita andsvar.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir