7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið?

Skyldulesning

Jólin eru tími kærleiks og friðar. Er það ekki annars? Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá finnum við okkur mörg hver knúin til að skrifa niður ævintýralega langan verkefnalista fyrir jólin. Það þarf að þrífa ofan af skápunum, mála baðherbergið, hengja upp myndir í stofunni, baka fimm sortir, grafa lax, skreyta heimilið, búa til jólasultuna og kaupa allar jólagjafirnar.

Listinn er mislangur hjá fólki og auðvitað misjafnt hversu mikinn tíma við höfum aflögu í desember.

Flest okkar sem höldum jólin hátíðleg viljum hafa hreint og fínt yfir hátíðarnar. Það má eiginlega segja að undirbúningur jólanna sé stærsti hluti þeirra og hefðir skipta þar fólk oft miklu máli. En hvenær er undirbúningurinn farinn að valda stressi og álagi og hugmyndin um kærleik og frið gleymist. 

Skipulag, forgangsröðun og samvinna eru mikilvægir þættir í samböndum og þegar mikið er að gera getur svo sannarlega reynt á stoðirnar. 

Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og beint til fólks sem er í sambandi og þeirra sem halda jólin hátíðleg.

KONUR SVARA HÉR:

KARLAR SVARA HÉR:

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir