0 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Spurningakeppni sérfræðinganna í Seinni bylgjunni í kvöld

Skyldulesning

Handbolti

Henry Birgir Gunnarsson ætlar að spyrja sína sérfræðinga spjörunum úr í kvöld.
Henry Birgir Gunnarsson ætlar að spyrja sína sérfræðinga spjörunum úr í kvöld.
Vísir/Vilhelm

Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, ætlar að bjóða upp á spurningakeppni milli sérfræðinganna í þætti kvöldsins.

Lið kvöldsins verða hafa verið sett saman en þau eru annars vegar lið skipað þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni og hins vegar lið skipað þeim Einari Andra Einarssyni og Ágústi Jóhannssyni.

Það verður fróðlegt að sjá hvort liðanna verður sterkara á svellinum og það er einnig von á því að það verði létt yfir mönnum.

Olís deildirnar hafa verið í frosti síðan í byrjun október og nýjar reglur þýða að það verður ekki spilað fyrr en í fyrsta lagi um miðja desember.

Henry Birgir og félagar hafa samt ekki misst úr mánudag og Seinni bylgjan verður á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 í kvöld.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir