4 C
Grindavik
5. mars, 2021

Spurt um drátt á birtingu laga

Skyldulesning

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.

Þegar lög hafa verið staðfest af forseta sendir starfsmaður forsætisráðuneytis skannað eintak af forsetastaðfestingu til Stjórnartíðinda þar sem fram kemur undirritun forseta eigin hendi og dagsetning staðfestingar auk undirritunar þess ráðherra sem málaflokkurinn heyrir undir.

Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland um birtingu laga í Stjórnartíðindum.

Inga spyr enn fremur sérstaklega um drátt sem varð á birtingu laga um fiskeldi, sem samþykkt voru á Alþingi 20. júní í fyrra, og hvort ráðherra telji að rétt hafi verið staðið að birtingu þeirra laga.

Inga Sæland.

Inga Sæland.

mbl.is/Arnþór

Ef fyrir liggja mörg lög til birtingar á sama tíma, eins og gerist alltaf fyrir áramót og í þinglok, er birtingu laganna raðað upp í samræmi við gildistökudag eða óskir frá viðkomandi ráðuneyti ef einhverjar eru, enda eru það ráðuneytin sem bera ábyrgð á að koma lögum til Stjórnartíðinda í birtingu,“ segir í svari ráðherra.

Þannig hefur útgáfu laga í Stjórnartíðindum verið forgangsraðað þannig að ef áhersla hefur verið lögð á að lög séu birt með flýtibirtingu þá er það gert eða ef óskað er birtingar á ákveðnum degi þá er við því orðið. Farið var eftir framangreindu verklagi við birtingu þeirra laga sem vísað er til í fyrirspurninni og lögin réttilega birt í Stjórnartíðindum.

Innlendar Fréttir