3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Staðan í riðli Íslands eftir leiki dagsins – Þjóðverjar unnu Rúmena

Skyldulesning

Íslendingar töpuðu fyrr í dag fyrir Armeníu, 2-0 í undankeppni HM. Tveir aðrir leikir voru leiknir í riðli Íslendinga í dag.

Makedónar unnu stórsigur á Liechtenstein 5-0 og Þjóðverjar unnu 1-0 útisigur á Rúmenum með marki frá Serge Gnabry.

Staðan eftir tvær leiknar umferðir er sú að Ísland vermir 5. sæti riðilsins og situr þar án stiga.

Þjóðverjar verma toppsætið með 6 stig.

Armenar eru í 2. sæti með 6 stig en lakari markatölu en Þjóðverjar.

Makedónía er í 3. sæti með þrjú stig og Rúmenar eru í 4. sæti með 3 stig.

Liechtenstein er í neðsta sæti án stiga líkt og Ísland.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir