7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Stað­festir að rætt hafi verið við Lars og fleiri er­lenda þjálfara

Skyldulesning

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við íþróttadeild í dag að sambandið hafi rætt við Lars Lagerback í ráðningarferlinu á næsta landsliðsþjálfara karla.

Guðni leitar nú að þjálfurum fyrir bæði A-landslið Íslands eftir að bæði Erik Hamrén og Jón Þór Hauksson létu af störfunum; Jón í þessum mánuði en Hamrén í þeim síðasta.

Lars stýrði íslenska liðinu frá árinu 2012 til 2016 og varð hálfgerð þjóðarhetja á Íslandi. Guðni staðfesti að það hefði verið rætt við Lars sem og fleiri erlenda þjálfara.

Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, sagði í hlaðvarpsþættnum Dr. Football á dögunum að rætt hafi meðal annars verið við Ian Burchnall sem hefur verið stjóri Viking í Noregi og Östersunds í Svíþjóð.

Guðni sagði að íslensk nöfn væru einnig í umræðunni og einnig hafi verið rætt við þá möguleika. Formaðurinn sagði að málin væru í farvegi og stefnt væri að því að ráða þjálfara A-landsliðs karla fyrir áramót.

Hann sagði þó að lengra yrði í að ráðinn yrði þjálfari A-landslið kvenna þar sem minna liggi á því og sú vinna væri ekki komin eins langt. Þar ku Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, og Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads, vera efst á blaði.

Klippa: Sportpakkinn – Staða á ráðningu á næstu landsliðsþjálfurum

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir