Kai Havertz, leikmaður Chelsea, viðurkennir að það væri erfitt fyrir hann að neita félagaskiptum til Bayern Munchen.
Havertz vakti fyrst athygli með Bayer Leverkusen í Þýskalandi en var svo keyptur til Chelsea fyrir risaupphæð árið 2020.
Havertz hefur ekki alveg staðist væntingar á Englandi en hann er í dag 23 ára gamall og gæti horft í kringum sig í sumar.
Það væri erfitt fyrir Havertz að neita skiptum til Bayern sem er stærsta félag Þýskalands.
,,Bayern er risastórt félag og það er alltaf erfitt að neita því að spila með þýskum leikmönnum,“ sagði Havertz.
,,Mitt persónulega markmið hefur hins vegar alltaf verið að spila erlendis, á Englandi eða á Spáni.“
Enski boltinn á 433 er í boði