7 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Staðfestir trú sína á vegferð Solskjær – Fær áfram fjármuni til að styrkja liðið

Skyldulesning

Ed Woodward stjórnarformaður Manchester United trúir því að félagið sé á réttri leið undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

Woodward ræddi við stuðningsmenn í gær og sagði að félagið væri á réttri leið og að Solskjær myndi fá fjármuni til að styrkja liðið.

„Það sem gerist á vellinum er lykilatriði. Við söknum stuðningsmanna okkar á vellinum en liðið hefur frá því í apríl staðið sig með ágætum. 14 leikir í röð án þess að tapa í deildinni til þess að ná þriðja sætinu. Svo komu frábærir sigrar gegn PSG og Leipzig í endurkomu okkar í Meistaradeildinni,“ sagði Woodward.

„Við sjáum það að þarf meiri vinnu til að ná markmiði okkar að vinna titla reglulega. Við sjáum jákvæð merki á vellinum og æfingasvæðinu. Við trúum á þá vegferð sem Ole er á.“

„Ég sagði ykur það í apríl að við ætluðum að halda áfram að styrkja hópinn en við þurftum aga í fjármálum í gegnum COVID-19. Við höfum staðið okkur með því að styrkja liðið í sumar og höfum eytt 180 milljónum punda í leikmenn frá sumrinu 2019.“

„Við munum halda áfram að styðja Ole, við horfum til lengri tíma og horfum mest á félagaskiptagluggann yfir sumarið.“

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir