8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Staðfestu níu ára fangelsisdóm Robinho

Skyldulesning

Fótbolti

Robinho heldur fram sakleysi sínu og ætlar ekki að gefast upp.
Robinho heldur fram sakleysi sínu og ætlar ekki að gefast upp.
Getty/Pedro Vilela/

Fyrrum stjörnuleikmaður Real Madrid og Manchester City tapaði áfrýjun sinni á Ítalíu í gær.

Robinho var um tíma stórstjarna í fótboltaheiminum sem spilaði með stórliðum Real Madrid, Manchester City og AC Milan. Afdrifaríkt kvöld árið 2013 hefur haft sínar afleiðingar.

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Robinho var dæmdur í níu ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2017 og ítalskur dómstóll hefur nú staðfest dóminn eftir áfrýjun.

Robinho var dæmdur fyrir hlut sinn í hópnauðgun á 22 ára gamalli albanskri konu í janúar 2013 en hann var þá leikmaður AC Milan.

Robinho var þá farinn frá Ítalíu og var ekki framseldur. Hann gat því haldið fótboltaferli sínum áfram og spilaði í nokkur ár í Tyrklandi.

Lögfræðingar Robinho reyndu að koma óorði á konuna með því að sýna hana neita áfengis en dómarinn hlustaði ekki á það.

Robinho var aftur dæmdur sekur ásamt fimm öðrum mönnum en meðal þeirra er vinur hans Ricardo Falco.

Hinn 36 ára gamli Robinho hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og það er búist við nýrri áfrýjun.

Robinho var búinn að semja við Santos í október en félagið ógilti samninginn aðeins fjórum dögum seinna vegna mikillar óánægju í samfélaginu og hótanir styrktaraðila liðsins.

Klippa: Robinho áfram með níu ára fangelsisdóm á bakinu

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir