7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Staksteinar taka „stolnar fjaðrir“ Dags í Bloomberg fyrir

Skyldulesning

Í Morgunblaði dagsins velta Staksteinar fyrir sér hver hafi sagt Bloomberg frá stórsigrum Dags B. Eggertssonar í baráttunni við Covid-19 faraldurinn hér á landi.

Sem kunnugt er kom Dagur B. borgarstjóri fram í viðtalsþætti Michaels Bloomberg á vef Bloombergs þar sem borgarstjórinn fyrrverandi ræddi við borgarstjórann okkar núverandi um baráttuna við Covid-19. Kom þar fram að bakgrunnur Dags í læknavísindum hafi verið lykilatriði í velgengni Íslendinga í baráttunni við kórónaveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Viðtali má sjá hér að neðan:

Myndbandið hlaut mikla athygli og netverjar voru ekki lengi að gæða sér á innihaldi þess, eins og sjá mátti í samantekt Vísis.

„Sem kunnugt er fann Al Gore upp internetið. Á því leikur enginn vafi, hann sagði það sjálfur og ætti að vita það manna best. Flokksbróðir hans Joe Biden frelsaði Mandela úr prísundinni. Um það vitnaði Biden sjálfur svo að á því leikur enginn vafi,“ segir höfundur Staksteina og hæðnin leynir sér ekki.

Dagur B. Eggertsson var í viðtali við Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra New York og flokksbróður og fyrrverandi keppinaut fyrrnefnds Bidens. Bloomberg sagði í viðtalinu að bakgrunnur Dags í læknisfræði hefði hjálpað í baráttunni við kórónuveiruna í Reykjavík og að borgin hefði snemma orðið fyrirmynd fyrir miklar sýnatökur og smitrakningar.

Dagur ræddi svo um hinn mikla árangur sem náðst hefði og dró ekki úr hlut sínum eða benti á þátt annarra. Þeir Íslendingar sem horfa á viðtalið og vita hvernig í pottinn er búið hljóta að velta fyrir sér hvernig á því stendur að Bloomberg telur að Dagur hafi stýrt hér sóttvarnaaðgerðum og unnið þrekvirki í sýnatökum og smitrakningu.

Þá spyr höfundurinn: „Hafi Dagur ekki sagt Bloomberg frá þessu meinta afreki sínu, hver gerði það þá?“ Eins spyr hann afhverju Dagur hafi ekki leiðrétt þennan misskilning, hafi það verið einhver annar en Dagur sem bar ábyrgð á honum.

„Bloomberg hefði jafnvel getað átt samtal við þá,“ segir hann að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir