Stal skólabíl og lagði svo á flótta hlaupandi og afklæddist á flóttanum – DV

0
145

Nýlega var lögreglunni í Dillsburg í Pennsylvania í Bandaríkjunum tilkynnt snemma að morgni að skólabíl hefði verið stolið. Ekki leið á löngu þar til lögreglumenn komu auga á skólabílinn þar sem honum var ekið eftir bílastæði við verslun. Ökumaðurinn slökkti og kveikti ljós bílsins ört.

Lögreglumennirnir gáfu ökumanninum merki um að stöðva aksturinn og ók hann út í kant og stöðvaði en gaf síðan nær samstundis í og hélt akstrinum áfram og stundaði svigakstur á öllum akreinunum.

Að lokum ók ökumaðurinn út af hraðbrautinni og yfir vegöxl, lá þá nærri að bíllinn ylti að sögn lögreglunnar.

Að lokum stöðvaði ökumaðurinn í úthverfi bæjar eins og lagði þá á flótta á fæti í gegnum skóglendi. Þegar lögreglan var að leita hans við járnbrautarteina spratt hann úr felustað sínum og hljóp á brott. Lögreglumenn eltu hann í gegnum svæði, þar sem mikil umferð er, og bílastæði.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að á meðan maðurinn hljóp undan lögreglumönnum hafi hann afklæðst og verið allsnakinn þegar lögreglumenn náðu honum. Hann játaði að hafa stolið skólabílnum eftir að hann hafði lent í óhapp á BMW bifreið.

Hann hafði komið dauðu dádýri fyrir í skólabílnum en það sagðist hann hafa ætlað að taka með heim og nota sem áburð á garðinn sinn.