3 C
Grindavik
16. janúar, 2021

Stálmúsin framlengir við KA

Skyldulesning

Knattspyrnudeild KA og Steinþór Freyr Þorsteinsson hafa gert eins árs framlengingu á samning sínum og því ljóst að Steinþór leikur með KA á næstu leiktíð.

„Þetta eru miklar gleðifregnir enda er Steinþór öflugur leikmaður og flottur karakter sem hefur komið sterkur inn í félagið,“ segir á vef KA.

Steinþór lauk nýverið sínu fjórða tímabili með KA eftir að hafa komið frá Sandnes Ulf í Noregi. Steinþór sem er 35 ára hefur leikið 60 leiki fyrir KA í deild og bikar og hefur í þeim gert fimm mörk. Fjögur þessara marka komu í sumar og gaman að geta til þess að KA hefur ekki tapað leik þegar Steinþór hefur komist á blað.

Steinþór er fæddur árið 1985 og er uppalinn hjá Breiðablik í Kópavogi þar sem hann hóf að leika með meistaraflokki aðeins 17 ára gamall. Árið 2009 gekk hann til liðs við Stjörnuna og sló þar í gegn og var valinn í A-landslið Íslands sama ár. Steinþór hefur leikið 8 landsleiki fyrir Ísland og fjölmarga yngrilandsliðsleiki.

Innlendar Fréttir