6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Standa ekki eða falla með Kane og Son

Skyldulesning

José Mourinho og Jürgen Klopp mætast annað kvöld.

José Mourinho og Jürgen Klopp mætast annað kvöld.

AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segir að Tottenham standi ekki og falli með þeim Harry Kane og Son Heung-min heldur sé liðið í heildina feiknasterkt.

Liðin eigast við í sannkölluðum toppslag í ensku úrvalsdeildinni á Anfield annað kvöld en þau eru jöfn og efst á toppnum með 25 stig hvort. Tottenham er í efsta sætinu á betri markatölu en þeir Kane og Son hafa verið illviðráðanlegir í sóknarleik Lundúnaliðsins á þessu keppnistímabili.

„Þó þér takist að halda Son og Kane í skefjum þá eru þeir með marga aðra virkilega góða lelikmenn. Þeir eru komnir með alvörulið þar sem ógnin kemur úr öllum áttum. Steven Bergwijn er í mikilvægu hlutverki, sérstaklega í skyndisóknum. Tanguy Ndombele þurfti tíma til að aðlagast en nú er hann kominn í gang. Þetta er öflug liðsheild með góða miðju, góða vörn og heimsklassamarkvörðinn Hugo Lloris,“ sagði Klopp á fréttamannafundi í dag.

„Þeir hafa spilað mjög vel. Í leikjum gegn Tottenham þarf að gæta þess frá fyrstu mínútu að Harry Kane komist ekki of mikið inn í leikinn og sama er um Son. Samvinna þeirra hefur verið verulega góð. Ég get sagt margt fleira gott um Tottenham, en við munum eftir sem áður spila við þá og reyna að vinna þá, jafnvel þó þeir séu á miklu flugi. Þeir spila góðan fótbolta, byggja ekki bara á skyndisóknum eins og ætla mætti af umfjöllun fjölmiðla, enda getur enginn haldið sér á toppnum með því að spila bara þannig,“ sagði Klopp.

Hann kvaðst ekki vita hvort Joel Matip og Naby Keita yrðu leikfærir, það myndi ekki skýrast fyrr en síðar í dag eða á morgun. Matip fór af velli gegn Fulham á sunnudaginn vegna eymsla í baki. Diogo Jota er úr leik í einar sex vikur vegna hnjámeiðsla og hvorki James Milner né Xherdan Shaqiri eru klárir í slaginn á morgun.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir