Starfsflok og uppsagnir hjá Pírötum – Vísir

0
173

Framkvæmdastjóri þingflokks Pírata hefur sagt upp störfum. Þá hefur verið gengið frá starfsflokum við tvo starfsmenn þingflokksins.

Björn Leví Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, tjáði Ríkisútvarpinu á dögunum að um skipulagsbreytingar væri að ræða. Verið væri að beina verkum þeirra á mismunandi staði.

„Við þurfum að endurskipuleggja starfslýsingar fólks og endurraða hvernig og hvaða verkum verður sinnt innanhúss.“

Samkvæmt heimildum fréttastofu sagði Baldur Karl Magnússon, framkvæmdastjóri þingflokksins, upp störfum í byrjun apríl. Hann mun þó starfa áfram fyrir flokkinn þar til þingið fer í sumarfrí.

Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Karl Ólafur Hallbjörnsson, starfsmenn þingflokksins, hafa hins vegar lokið störfum. Eftir stendur Ragnheiður Kr. Finnbogadóttir, starfsmaður þingflokksins, sem eini starfsmaður þingflokksins. 

Sviptingar hafa verið á skrifstofu Pírata undanfarin misseri. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, var ráðin í upphafi árs í kjölfar starfsloka Elsu Kristjánsdóttur. Elsa og Róbert Ingi Douglas, upplýsingastjóri flokksins, létu af störfum um svipað leyti.