4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Starfsfólk HR verðlaunað

Skyldulesning

Verðlaunahafar í ár. Frá vinstri: Steinunn Gróa Sigurðardóttir, Stefanía Guðný …

Verðlaunahafar í ár. Frá vinstri: Steinunn Gróa Sigurðardóttir, Stefanía Guðný Rafnsdóttir og Dr. Jack James.

Ljósmynd/Aðsend

Verðlaun Háskólans í Reykjavík voru afhent í gær. Þau eru veitt árlega, starfsmönnum háskólans sem þykja hafa skarað fram úr í rannsóknum, kennslu og þjónustu. Verðlaunin í ár hlutu Dr. Jack James prófessor við sálfræðideild, Steinunn Gróa Sigurðardóttir háskólakennari við tölvunarfræðideild og Stefanía Guðný Rafnsdóttir starfsmaður fjármála.

Verðlaunin voru afhent fyrir utan heimili verðlaunahafa og var athöfnin hluti af dagskrá stafræns jólahlaðborðs starfsmanna háskólans.

Verðlaunin hafa verið veitt í 10 ár. Nemendur við háskólann og starfsmenn senda inn tilnefningar val valið er á höndum dómnefndar.

Um störf verðlaunahafa segir í tilkynningu frá HR:

Rannsóknaverðlaun – Dr. Jack James

Dr. Jack James, verðlaunahafi ársins 2020, hefur birt yfir 100 vísindagreinar í ritrýndum tímaritum, skrifað þrjár ritrýndar bækur og níu ritrýnda bókarkafla. Hann hefur leiðbeint fjölda nýdoktora, doktorsnema, meistaranema og grunnema og hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu stafi, meðal annars með ritstjórn vísindatímarita.

Kennsluverðlaun – Steinunn Gróa Sigurðardóttir

Steinunn Gróa hefur verið brautryðjandi í framþróun kennsluhátta við háskólann. Hún hefur einstakt lag á að koma flóknum hugtökum skýrt til skila og er alltaf tilbúin til að hjálpa nemendum og svara spurningum þeirra. Í tilnefningum nemenda kom meðal annars fram að hún taki mikið tillit til hugmynda og athugsemda nemenda og að hún hafi einstaklega fljótt og vel aðlagað  kennsluna að nýjum aðstæðum vegna Covid.

Þjónustuverðlaun – Stefanía Guðný Rafnsdóttir

Stefanía sinnir innheimtu skólagjalda sem er ekki sýnilegasta hlutverkið í þjónustu háskólans, en hún gerir það af samviskusemi og með þolinmæði. Nemendur eru þakklátir fyrir gott viðmót og lausnamiðaða hugsun og samstarfsmenn njóta góðrar samveru, snerpu, nákvæmni og jákvæðni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir