7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Starfs­fólk Land­spítalans fær að nota jóla­gjöfina á Session

Skyldulesning

Kráin Session Craft Bar auglýsti á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að starfsmenn Landspítalans muni geta notað sjö þúsund króna gjafabréf sem þeir fengu í jólagjöf frá spítalanum á kránni.

Facebook-færsla Session hefst svona: „Kæru starfsmenn Landspítalans. Við á Session Craft Bar erum hrikalega þakklát fyrir framlag ykkar á tímum heimsfaraldurs sem og öðrum. Við höfum átt erfitt ár en horfum jákvætt á komandi tíma, eiga einkunnarorð Session því sjaldan jafn vel við og nú: „Sinyd Skylning og verið heiðarleg.“

Starfsmenn Landspítalans fengu sjö þúsund króna gjafabréf í skóbúðina Skechers og súkkulaði frá Omnom í jólagjöf frá spítalanum. Bæði læknar og hjúkrunarfræðingar hafa hrist hausinn yfir gjöfinn í ár en einhverjir hafa bent á að gjöfin dugi aðeins fyrir hálfu skópari, það er einum skó.

„Eitthvað höfum við heyrt að jólagjöfin þetta árið nýtist ekki öllum. Við höfum því ákveðið að gjafabréfið sem þið fenguð muni einnig gilda hjá okkur og munuð þið geta verslað á Session Craft Bar fyrir upphæð gjafabréfsins,“ skrifar Session í færslunni.

Starfsmenn spítalans hafa lýst yfir mikilli ánægju með tilboð Session í athugasemdum við færsluna.

„Takk! Við á gjörgæslunni hlökkum til að heimsækja ykkur og skála þegar við ykkur um leið og við verðum ónæm,“ skrifar Eyrún Arnardóttir við færsluna.

„Vá hvað þetta er fallega gert, takk fyrir mig. Hlakka til að koma og skála,“ skrifar Kristín Kristjánsdóttir.

Session hefur svarað einhverjum athugasemdanna og lýsir því að þakklætið sé „þeirra megin.“

Eftir lauslega athugun fréttastofu kom í ljós að ódýrustu skórnir hjá Skechers kosta 7038 krónur. Starfsmenn Landspítalans þurfa því alltaf að borga með gjöfinni sama hvaða skór verða fyrir valinu. 

Heimildir Vísis herma að fjölmargar deildir Landspítalans hafi komið sér saman um að safna gjafabréfunum saman og gefa til góðs málefnis. Hafa bæði Fjölskylduhjálp og Rauði krossinn verið nefnd í því samhengi. Tvö gjafabréf gætu því nýst einstaklingum sem á þurfa að halda að kaupa sér góða skó. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir