7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Starfsfólk vantar á nær öll háskólasjúkrahúsin í Svíþjóð

Skyldulesning

Heimsfaraldur kórónuveirunnar veldur miklu álagi á sænsk sjúkrahús og er álagið svo mikið að þau eru komin að þolmörkum. Á mörg þeirra vantar einnig mikið af starfsfólki og það á við um sex af tíu háskólasjúkrahúsum landsins.

Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Mest vantar hjúkrunarfræðinga til starfa. Starfsfólk sjúkrahúsanna hefur ítrekað verið beðið um að vinna aukavinnu og það oft á tíðum mikla.

Öll háskólasjúkrahúsin, nema í Örebro, hafa þurft að ráða afleysingafólk til starfa og fresta fyrirhuguðum aðgerðum. Á háskólasjúkrahúsinu í Uppsala hættu 415 hjúkrunarfræðingar og læknar störfum á fyrstu 10 mánuðum ársins en þetta eru 72 fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Anna Wadenhov, starfsmannastjóri sjúkrahússins, sagði að allir óttist að starfsfólkið geti ekki staðið undir þeirri byrði sem er lögð á heilbrigðiskerfið þessa dagana. „Staðan núna er næstum verri en í vor,“ sagði hún.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir