4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri

Skyldulesning


og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa

Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum

„Þetta var bara fínt, ég er bara þreyttur. Ég er náttúrulega búinn að spila svo lítið síðastliðna eitt og hálfa árið svo þetta situr smá í manni svona strax eftir leik“ sagði Stefán Rafn, sem hefur lítið sem ekkert spilað vegna meiðsla og var það ástæðan fyrir heimkomunni frá Pick Szeged undir lok seinasta árs.

„Það var mjög gaman að koma hérna aftur, spila aðeins með strákunum. Mjög jákvætt að sækja þessi tvö stig eftir að við misstum þetta svolítið niður, við gerðum mikið af tæknifeilum, vorum ekki að vinna maður á mann og gerðum mikið af bara aulamistökum“ sagði Stefán Rafn um gang leiksins.

Haukar höfðu öll tök á leiknum í fyrri hálfleik með fimm marka forystu í hálfleik og í nokkuð þægilegri stöðu eftir góða spilamennsku í fyrri hálfleiknum. Stefán vill ekki meina að þeir hafi ekki búist við þessum viðsnúningi gestanna.

„Þetta var kannski bara kæruleysi hjá okkur, við vorum bara að spila illa sóknarlega á köflum. Það varð bara erfitt að hlaupa á eftir þeim, en við hristum allavega upp í þessu og náðum í þessa tvo punkta.“

Stefán byrjaði leikinn í horninu og spilaði nær allan leikinn sem er talsvert meira en hann sjálfur bjóst við fyrir leik.

„Ég ætlaði ekki að spila svona rosalega mikið, það sýndi sig líka undir lokin að ég var orðinn mjög þreyttur. Það er bara „recovery“ á morgun og reyna að vera klár í næsta leik.“

Stefán talaði um það fyrir leik að hann væri ekki orðinn 100% heill af sínum meiðslum en hann spilaði mjög vel í dag og skoraði 6 mörk, hann vill þó ekki gera mikið úr sinni frammistöðu.

„Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri þegar ég verð orðinn 100%“ sagði Stebbi en fann hann fyrir mikilli pressu að mæta á völlinn eftir 8 ár í atvinnumennsku?

„Nei nei, ég er svo kærulaus, ég pæli svo lítið í þessu. Ég elska bara Hauka og líður ótrúlega vel hérna“ sagði Stefán Rafn að lokum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir